3 maí 2025

Undanúrslit í 1.deild yngri flokkana hefjast í dag. 

Alla leikina er hægt að finna hér

Í undanúrslitum er leikinn einn leikur sem fer fram á heimavelli þess liðs sem endar ofar í stigatöflu.

Í úrslitunum verður leikin sería um Íslandsmeistaratitilinn þar sem vinna þarf tvo leiki. Byrjað er á heimavelli þess liðs sem endar ofar í stigatöflu eftir deildarkeppni, leikur tvö verður á heimavelli þess lið sem er neðar og ef til oddaleiks kemur, þá er leikið á heimavelli þess liðs sem endaði ofar.