31 mar. 2025

KKÍ hefur ráðið hinn 62 ára Pekka Salminen sem þjálfara A landsliðs kvenna í körfubolta.

Pekka hefur bachelor gráðu frá Finnish institute of sports: VeAT/International coaching.

Hann hóf þjálfaraferill í karlaboltanum og varð meðal annars sænskur meistari tvisvar sinnum með Solna og vann einnig finnska titilinn með Kataja. Til gaman má geta að Pekka þjálfaði einn af okkar leikjahæstu leikmönnum Loga Gunnarsson hjá ToPo Helsinki,

Pekka hefur víðtæka reynslu af landsliðsþjálfun, en hann var aðstotðrþjálfari hjá karlaliði Finna frá 2001-2014 þar sem hann fór þrisvar með þeim á lokamót EuroBasket og einu sinni á lokamót WorldCup.

Árið 2015 var Pekka ráðinn aðalþjálfari A landsliðs kvenna hjá Finnlandi og þjálfaði hann liðið í átta ár. Á þeim tíma bar hann einnig ábyrgð á uppbyggingu á kvennastarfi landsliðanna frá U15 upp í A landslið.

Pekka hefur að undanförnu verið í fullu starfi hjá finnska sambandinu við þjálfun og einn af þeim sem séð hefur um þjálfaramenntun þeirra.

 

Það er mikil gleði hjá  KKÍ með þessa ráðningu og hlökkum við mikið til samstarfsins með Pekka næstu árin.

Pekka verður á landinu næstu vikuna og mun nýta tíman til að funda með nokkrum þjálfurum og setja saman sitt þjálfarateymi, mæta á leiki í úrslitakeppninni og heilsa uppá leikmenn liðsins