
27 mar. 2025
Í dag, fimmtudaginn 27. mars verður dregið í riðla fyrir EuroBasket í haust eða 27.ágúst – 14. september. Drátturinn fer fram í Riga kl 13:00 að íslenskum tíma og hægt er að horfa á beint streymi hér: FIBA EuroBasket 2025 🔴 LIVE DRAW - YouTube
Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere Finnlandi, Riga Lettlandi, Limassol Kýpur og Katowice Póllandi.
Sex lönd verða í hverjum riðli og komast fjögur áfram í 16-liða úrslit. 16-liða úrslit og önnur úrslit fara svo öll fram í Riga.
Þar sem Ísland og Pólland hafa gert samkomulag um að strákarnir okkar spili í Katowice þá vitum við nú þegar hvar við lendum, en bíðum þó enn svara við nokkrum spennandi spurningum. Ísland er í sjötta og neðsta styrkleikflokk, en Pólland er í þeim þriðja. Eitt lið er svo dregið úr hverjum flokk. Við vitum nú þegar að úr flokki tvö fáum við einn besta leikmann heims Luka Doncic og félaga hans í Slóveníu þar sem hin liðin í þessum styrkleikaflokki eru mótshaldarar eða hafa samið við mótshaldara eins og Ísland. Úr flokki eitt gætum við fengið Serbíu, Þýskaland, Spán eða Frakkland. Í potti fjögur eru möguleikarnir þrír, Georgía, Tyrkland eða Ísrael, svo í potti fimm eru það svo Belgía, Bosnía eða Bretland.
Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september.
Pólverjar setja svo miðasöluna í gang á næstu dögum, en verða það Íslendingar með forkaupsrétt á ákveðnum fjölda miða.
Frekari upplýsingar er að finna hér: https://kki.is/frettir/frett/2025/03/19/Upplysingar-um-midasolu-a-EuroBasket/?pagetitle=Uppl%c3%bdsingar+um+mi%c3%b0as%c3%b6lu+%c3%a1+EuroBasket