17 mar. 2025

56.Körfuknattleiksþinginu lauk seinnipartinn á laugardaginn síðasta 15. mars. Nýr formaður og fjórir stjórnarmeðlimir voru kjörin á þinginu.

Kristinn Albertsson er nýr formaður KKÍ, Hugi Halldórsson, Jón Bender, Margrét Kara Sturludóttir og Sigríður Sigurðardóttur voru kjörin í stjórn. Jón hefur verið í stjórninni undanfarin ár en þau Hugi, Margrét Kara og Sigríður eru ný í stjórn sambandsins. Fyrir í stjórn eru þau Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Guðrún Kristmundsdóttir, Herbert Arnarson og Heiðrún Kristmundsdóttir.

Miklar og góðar umræður voru um hin ýmsu mál og hægt er sjá afgreiðslu þeirra hérna.

Andri Stefánsson framkvæmastjóri ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ fluttu ávörp á þinginu.

Þingforsetar voru Pétur Hrafn Sigurðsson og Birna Lárusdóttir og eru þeim þökkuð góð störf og stjórn á þinginu.