
6 mar. 2025
Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019, á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leiki og unnust 6 af þeim.
Liðið fór í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
KKÍ er afar þakklátt fyrir gríðarlega gott samstarf við Benedikt og hans aðstoðarmenn. Skilja þeir eftir sig spennandi lið sem á framtíðina fyrir sér.
KKÍ hefur nú þegar hafið leitina að eftir manni hans.