![Davíð Tómas í Svíþjóð](/library/Myndir/Domara-myndir/DTT_2024-25.jpg)
9 feb. 2025Davíð Tómas Tómasson dæmir í dag leik Svíþjóðar og Eistlands í lokaleik liðanna í forkeppni Eurobasket kvenna 2025. Leikið er í Luleå og hefst leikurinn klukkan 14:00 að staðartíma.
Meðdómarar Davíðs eru þau Anna Belousova frá Lettlandi og Karol Kowalski frá Finnlandi.