19 jan. 2025
8 liða úrslit í VÍS bikarkeppni karla hefjast í dag, sunnudaginn 19. janúar með nágrannaslag í Garðabænum þegar Álftanes tekur á móti Stjörnunni kl.19:15 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2. Á morgun mánudaginn 20. janúar lýkur 8 liða úrslitum með þremur viðureignum sem hefjast allar kl.19:15. Bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti Haukum, KR og Njarðvík eigast við á Meistaravöllum og 1. deildar lið Sindra fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn.