18 jan. 2025

8 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna hefjast í dag, laugardaginn 18. janúar. Fyrsti leikur dagsins hefst kl.15:00 og í beinni útsendingu á RÚV þegar toppliðin í Bónus deild kvenna Þór Ak. og Haukar mætast á Akureyri. Njarðvík tekur á móti Tindastól í IceMar Höllinni kl.16:00 og Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn í Smárann kl.17:00. 8 liða úrslitum í VÍS bikar kvenna lýkur síðan á morgun sunnudaginn 19.janúar þegar 1.deildar liðs Ármann mætir Hamar/Þór kl.19:00 í Laugardalshöll.