15 jan. 2025

Davíð Tómas dæmir í Frakklandi í kvöld í Euro Cup kvenna og Jón Bender er eftirlitsmaður á Spáni í FIBA Europe Cup.

Davíð Tómas Tómasson dæmir í kvöld leik franska liðsins LDLS ASVEL Femini og Galatasaray frá Tyrklandi. Leikurinn er seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Euro Cup kvenna en tyrkneska liðið vann fyrri leikinn 5 stigum.
Ciprian Stoica frá Rúmeníu og Henri Hilke frá Finnlandi dæma leikinn með Davíð Tómasi og Olivier Moneieur frá Belgíu er eftirlitsmaður.

Jón Bender er eftirlitsmaður í kvöld á leik hjá Tryggva Hlinasyni og félögum í Bilbao en þeir mæta ítalska liðinu Banco di Sardegna Sassari frá Ítalíu í FIBA Europe Cup. Sú keppni er nú á öðru stigi þar sem 16 lið eru eftir og leika í 4 riðlum. Bilbao er efst í L riðli með 3 sigra en Sassari er neðst með 3 töp.
Dómarar leiksins eru þeir Yener Yilmaz frá Tyrklandi, Ventislav Velikov frá Búlgaríu og Ioannis Tsibouris frá Grikklandi.