19 des. 2024Davíð Tómas Tómasson dæmir í kvöld leik belgíska liðsins Castors Braine og Club Universitario de Ferrol frá Sáni í fyrstu umferð úrslitakeppni Euro Cup kvenna. Leikurinn er seinni leikur liðanna en í síðustu viku mættust þau á Spáni og fór spænska liðið með sigur af hólmi 83-58.

Með Davíð Tómasi dæma Tjimen Last frá Hollandi og Armin Mutapcic frá Þýskalandi. Eftirlitsmaður er Alexander Faassen frá Hollandi.