18 des. 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

29/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jordan Semple, leikmaður Þór Þorlákshafnar sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þórlákshafnar gegn Álftanesi sem fram fór þann 13. desember 2024.

30/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Logi Guðmundsson, leikmaður Breiðabliks sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

31/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Steeve Ho You Fat, leikmaður Hauka sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

32/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Alexander Hrafnsson, leikmaður Breiðabliks sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

33/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skulu hinir kærðu, Zoran Virkic, Ragnar Jósep Ragnarsson og Ólafur Snær Eyjólfsson Alexander, leikmenn Breiðabliks sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.