7 des. 2024
16 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna hefjast í dag laugardaginn 7. desember og fara fram sex viðureignir. Nágrannaslagur á milli Njarðvíkur og Keflavíkur hefst kl.16:00 í beinni útsendingu á RÚV. 16 liða úrslitum kvenna lýkur á sunnudeginum 8. desember þegar Valur tekur á móti Haukum kl.17:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV2. Grindavík er komið áfram í 8 liða úrslit þar sem Snæfell hefur dregið lið sitt úr keppni í VÍS bikarnum. Aðrar viðureignir í 16 liða VÍS bikarkeppni kvenna má sjá hér.