
20 nóv. 2024
Bjarki Þór Davíðsson dæmdi í kvöld leik Caledonia Gladiators og BLMA í Euro Cup kvenna en leikurinn fór fram í East Kilbride í Skotlandi.
Leikurinn var í 5. umferð keppninnar en BLMA sem vann leikinn í kvöld örugglega tryggði sig áfram í keppninni en heimakonur frá Skotlandi sitja á botni riðilsins.
Meðdómarar Bjarka í kvöld voru Chess Van Looy frá Belgíu og Anna Belousova frá Lettlandi. Eftirlitsmaður var Thomas Frydendal frá Danmörku