9 okt. 2024
Þann 19. október 2024 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Leiðbeinandi verður Bónusdeildar dómarinn Birgir Hjörvarsson.
Námskeiðið hefst kl. 9:00 og stendur fram til kl. 17:00. Allir þátttakendur ljúka námskeiði sem dómarar og geta, hafi viðkomandi áhuga á því, farið á niðurröðun dómaranefndar. Boðið verður upp á hádegismat.
Þátttakendur þurfa að mæta með tölvu eða spjaldtölvu á námskeiðið.
Efni námskeiðsins snýr að grunni í dómgæslu, s.s. leikreglum og staðsetningu á leikvelli. Allir þátttakendur fá flautu.
Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi námskeiðið, sendu okkur þá póst á kki@kki.is.
Skráning stendur til fimmtudagsins 17. október 2024.