25 sep. 2024
Dregið var í 32 liða úrslit karla í Laugardalnum í dag. 32 liða úrslitin verða leikin dagana 20.-21. október nk. og dregið verður í 16 liða VÍS bikarúrslit karla og kvenna miðvikudaginn 23.október. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 18.-23.mars 2025 í Smáranum, þar sem undanúrslit kvenna verða leikin þriðjudaginn 18. mars og undanúrslit karla miðvikudaginn 19. mars. VÍS bikarúrslit eru leikin laugardaginn 22. mars í Smáranum, konurnar eiga fyrri leikinn og karlarnir þann seinni.
VÍS BIKAR KARLA, viðureignir í 32 liða úrslitum
Hamar - Keflavík
Þór AK. - Álftanes
ÍA - Tindastóll
Selfoss - Fjölnir
Laugdælir - Breiðablik
ÍR - Valur
Ármann - Njarðvík
Skallagrímur - Snæfell
KR b - Grindavík
Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR og KV sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.
VÍS BIKAR KVENNA
Alls eru 16 lið skráð til leiks og verður því ekki leikið í 32 liða úrslitum.
Aþena, Ármann, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.