17 sep. 2024

Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B. Námskeiðin hefjast mánudaginn 30. september. Skráningu lýkur á kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september.

Vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum.

Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.


KKÍ 1B | fjarnámskeið | hefst 30. september
KKÍ þjálfari 1B er kennt í fjarnámi og hefst 30. september 2024.

Námskeiðið er kennt er í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:

  • Verkefni varðandi leikreglur í körfubolta. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.
  • Mótafyrirkomulag KKÍ. 
  • Sögu körfuboltans.
  • Skipulag æfinga.
  • Fyrirlestur um þjálfun á Youtube.
  • Grein um þjálfun körfubolta.

Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 1. desember 2024. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 1. desember.

Þátttökugjald fyrir 1B er 16.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.
 
KKÍ 2B | fjarnámskeið | hefst 30. september
KKÍ þjálfari 2B er kennt í fjarnámi og hefst 30. september 2024.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er meðal annars farið í:

  1. Vettvangsnám.
  2. Heimsókn til þjálfara þar sem fylgst er með æfingum hjá tveimur þjálfurum í meistaraflokki og vinna verkefni með samanburð á aðferðum þjálfara.
  3. Þjálfarafyrirlestur á netinu þar sem unnið er verkefni upp úr fyrirlestri.
  4. Leikgreining er þar sem þjálfari horfir á leik og greinir helstu atriði.
  5. Lesa grein um þjálfun og vinna verkefni upp úr því.
  6. Reglupróf II, þar sem þjálfari þarf að kynna sér leikreglurnar vandlega og leysa verkefni upp úr þeim.

Þátttakendur geta unnið verkefnin á sínum hraða, en öllum þátttum námskeiðsins skal lokið eigi síðar en 15. desember 2024. Nemendur í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir tíma í verkefnavinnu og ekki verður tekið við verkefnum eftir 15. desember.

Þátttökugjald fyrir 2B er 29.000 kr. og skal greitt áður en námskeið hefst.

Hægt er að sjá stöðu þjálfara í menntakerfi KKÍ hér. En vakin er athygli á því að það á eftir að uppfæra skjalið með tilliti til KKÍ 1A, KKÍ 2 og KKÍ 3 námskeiða í sumar. 

Frekari upplýsingar veitir Snorri Örn Arnaldsson, snorri@kki.is.