14 ágú. 2024
Á morgun fimmtudag 15. ágúst er komið að því fyrir U16 ára stúlkna landsliðið okkar að hefja leik í B-deild U16 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fer fram í Konya í Tyrklandi og mæta stelpurnar okkar Bosníu í fyrsta leik kl.13:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur laugardaginn 24. ágúst.
U16 stelpurnar eru jafnframt síðasta liðið til að hefja leik á EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið. Fyrsti landsleikur sumarsins var 24. júni hjá U20 kvenna þegar þær hófu leik á NM og síðasti landsleikur yngri landsliðanna í körfuboltanum þetta sumarið fer því fram akkúrat tveim mánuðum seinnna eða 24. ágúst. Á þessum tveim mánuðum eru fjöldi leikja hjá okkur 79 hjá átta yngri landsliðum U20, U18, U16 og U15.
20 þjóðir taka þátt í B-deildinni í fjórum riðlum, stelpurnar okkar eru í riðli með Bosníu, Eistlandi, Litháen og Bretlandi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1-8, 9-16 og 17-20.
42 þjóðir taka þátt í U16 EuroBasket stúlkna , 16 þjóðir er í A-deild, 20 þjóðir í B-deild og 8 þjóðir í C-deild
Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U16 EuroBasket B-division:
Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.
https://www.fiba.basketball/en/events/fiba-u16-womens-eurobasket-2024-division-b
Hákon Hjartarson þjálfari liðsins hafði þetta að segja:
" Við teymið erum klár með liðið okkar fyrir Evrópumótið. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna í undirbúningi þá er liðið á mjög flottum stað og klárt í slaginn. Við fórum á Norðurlandamótið og gekk bara þokkalega þó liðið hafi verið komið stutt á veg í undirbúningnum. Núna á milli móta hefur liðið tekið miklum framförum og við erum klárar í slaginn í Tyrklandi.
Þetta er ótrúlega skemmtilegur og vel samstilltur hópur. Þær munu ná langt á því.
Markmið liðsins er skýrt. Við ætlum okkur i 8-liða úrslit. Við setjum okkar ný markmið þegar þangað er komið. Við teljum okkur vera með það sterkt lið að við getum unnið öll þessi lið. Bara spurning hvort við séum tilbúnar að leggja inn vinnuna og spila sem lið bæði varnar og sóknarlega."
U16 stúlkna er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM
Berta María Þorkelsdóttir |
Valur |
Ingibjörg Sigrún Svaladóttir |
Valur |
Hulda María Agnarsdóttir |
Njarðvík |
Kristín Björk Guðjónsdóttir |
Njarðvík |
Sara Björk Logadóttir |
Njarðvík |
Tinna Diljá Jónasdóttir |
Stjarnan |
Rebekka Rut Steingrímsdóttir |
KR |
Adda Sigríður Ásmundsdóttir |
Snæfell |
Þórey Tea Þorleifsdóttir |
Grindavík |
Hólmfríður Eyja Jónsdóttir |
Njarðvík |
Ninja Kristín Logadóttir |
Stjarnan |
Inga Lea Ingadóttir |
Haukar |
Þjálfari: Hákon Hjartarson
Aðstoðarþjálfari: Margrét Ósk Einarsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Eygló Alexandersdóttir
FIBA dómari: Stefán Kristinsson
Sjúkraþjálfari: Rakel Róbertsdóttir