1 ágú. 2024
Á morgun föstudag 2. ágúst er komið að því fyrir U18 ára stelpurnar okkar að hefja leik í B-deild U18 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fram fer í Ploiesti í Rúmeníu og mæta stelpurnar okkar Slóvakíu í fyrsta leik kl.15:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 11. ágúst.
18 þjóðir taka þátt í B-deildinni í fjórum riðlum, stelpurnar okkar eru í riðli með Tékklandi, Slóvakíu, og Austurríki. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1-8 og 9-18.41 þjóð tekur þátt í U18 EuroBasket stúlkna , 16 þjóðir er í A-deild, 18 þjóðir í B-deild og 7 þjóðir í C-deild
Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U18 EuroBasket B-division:
https://www.fiba.basketball/
Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.
Halldór Karl Þórisson þjálfari liðsins hafði þetta að segja:
„Við erum öll virikilega spennt fyrir komandi móti og undirbúningurinn búinn að vera mjög góður. Mikill stígandi er búinn að vera í liðinu síðan við komum heim af NM en það mót gaf okkur rosalega mikið til að sjá hvað við þyrftum að vinna sem helst í. Ljóst er að verkefnið verður strax mjög krefjandi þar sem við erum með mjög góðum liðum í riðli en ef stemmingin er rétt og allar með hausinn rétt skrúfaðan á tel ég okkur eiga góða möguleiki á að komast upp úr riðlunum og berjast á toppnum.
Ein breyting er á liðinu en við fáum inn Ísold sem hefur verið fyrriparts sumarsins að keppa í frjálsum íþróttum, hún kemur í staðinn fyrir Ólöfu inn í hópinn. Ég hvet alla til að fylgjast með þessu liðinu á EM því það er alveg órúlega gaman að fylgjast með þeim spila körfubolta, ákefð og dugnaður er það helsta sem einkennir þennan hóp“.
U18 stúlkna er þannig skipað
Anna Margrét Hermannsdóttir - KR
Anna María Magnúsdóttir - KR
Bára Björk Óladóttir - Stjarnan
Elísabet Ólafsdóttir - Stjarnan
Fanney María Freysdóttir - Stjarnan
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir - KR
Gréta Björg Melsted - Aþena
Hanna Gróa Halldórsdóttir - Keflavík
Heiðrún Hlynsdóttir - Stjarnan
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir - Þór Þorlákshöfn
Ísold Sævarsdóttir - Stjarnan
Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan
Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfari: Auður Íris Ólafsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
FIBA dómari: Davíð Tómas Tómasson
Sjúkraþjálfari: Andri Helgason