5 júl. 2024
Leikjadagskrá úrvals og 1. deilda liggur nú fyrir og er hægt að nálgast á heimasíðu KKÍ. Það verður úrvalsdeild kvenna sem mun hefja Íslandsmótið 2024-2025, en fyrsta umferð deildarinnar er fyrirhuguð 1.-2. október. Úrvalsdeild karla fylgir síðan á eftir þann 3.- 4. október. Keppni 1. deilda hefst einnig í sömu viku, en karlarnir leika 4. október og konurnar þann 5. október.
Úrvalsdeild kvenna hefst á slag nýliðanna, þegar Aþena tekur á móti Tindastól. Einnig mætast Valur og Þór Ak., Njarðvík og Grindavík, Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur, og Haukar og Hamar/Þór mætast.
Í úrvalsdeild karla fara nýliðar KR norður á Sauðárkrók og mæta liði Tindastóls. Einnig mætast Þór Þ. og Njarðvík, Álftanes og Keflavík, Haukar og Höttur, Stjarnan fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn og Grindavík og ÍR mætast.
Hægt er að nálgast leikjadagskrá deildanna hérna.