5 júl. 2024

Á morgun laugardag 6.júlí hefst fyrsta EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið á vegum FIBA Europe þegar A-og  B-deildir U20 kvenna hefjast, okkar stelpur spila í B-deildinni sem fram fer í Sofíu í Búlgaríu og mæta Austurríki í fyrsta leik kl.17:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 14. Júlí.

15 þjóðir taka þátt í B-deildinni í fjórum riðlum, stelpurnar okkar eru í riðli með Austurríki, Úkraínu og Búlgaríu. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-15.

31 þjóð tekur þátt í U20 EuroBasket kvenna , 16 bestu þjóðir Evrópu eru í A-deild og 15 þjóðir eru svo  í B-deild,

 

Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U20 Women's European Championship: https://www.fiba.basketball/en/events/fiba-u20-womens-eurobasket-2024-division-b

Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.

 

Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins hafði þetta að segja:

“Ég er mjög spenntur fyrir EM með þessum hópi. Þessar stelpur hafa lagt gríðarlega mikla vinnu á sig undanfarnar vikur og þær eru farnar að líta mjög vel út sem ein heild inná vellinum. Hópurinn hefur náð vel saman jafnt innan sem utan vallar. Norðurlandamótið var mjög gott mót þar sem við náðum að slípa okkur saman, finna okkar styrkleika og veikleika sem við höfum náð að vinna vel í á undanförnum æfingum. Við förum stórhuga inní þetta mót og ætlum að sjálfsögðu að selja okkur dýrt. Fyrsta markmið er skýrt en það er að vinna riðilinn okkar og tel ég það vera mjög raunhæft markmið ef við náum að spila okkar leik í öllum þrem leikjum riðlakeppnunnar.”

 

U20 kvenna er skipaði eftirtöldum leikmönnumá EM

Agnes Jónudóttir - Haukar

Agnes María Svansdóttir - Keflavík

Anna Lára Vignisdóttir - Keflavík

Bergdís Anna Magnúsdóttir - Fjölnir

Emma Hrönn Hákonardóttir - Þór Þorlákshöfn

Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri

Heiður Karlsdóttir - Fjölnir

Hekla Eik Nökkvadóttir - Grindavík

Jana Falsdóttir - Njarðvík

Krista Gló Magnúsdóttir - Njarðvík

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir - Haukar

Sara Líf Boama - Valur

 

Þjálfari: Ólafur Jónas Sigurðsson

Aðstoðarþjálfarar: Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir

Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir