4 júl. 2024
Á næsta laugardag hefst fyrsta EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið þegar A-og B-deildir U20 kvenna hefjast. Eins og undanfarin ár veitir FIBA Europe okkur þá frábæru þjónustu að allir leikir frá EruoBasket yngri landsliðs verða í beinni útsendingu á vef þeirra. Það verður því bæði hægt að horfa á leiki landsliða okkar á EM og fylgjast með í lifandi tölfræði, það er mikil körfuboltaveisla framundan næstu vikurnar. Samkvæmt FIBA Europe stefnir í að rúmlega 860 leikir verði sýndir beint í sumar frá öllum 16 mótum EuroBasket yngri landsliða en keppt er í A og B deildum hjá U20 karla og kvenna, A,B og C deildum U18 drengja og stúlkna og svo A, B og C deildum U16 drengja og stúlkna.
Það eru því stelpurnar okkar í U20 kvenna sem hefja leik fyrstar á EM þetta árið en þær hefja leik í B-deildinni laugardaginnn 6. júlí þegar þær mæta Austuríki í Sofíu í Búlgaríu þar sem mótið fer fram.
Hér má sjá yfirlit yfir öll EM mót okkar liða í sumar, þar sem hægt er að nálgast beinar útsendingar, lifandi tölfærði, ljósmyndir og fleira:
U20 kvenna B-deild Búlgaría Sofia 6. - 14.júlí – tengill á vefsíðu mótsins
U20 karla A-deild Pólland Gdynia 13. - 21. júlí - tengill á vefsíðu mótsins
U18 drengja B-deild Norður-Makedóna Skopje 26. júlí – 4. ágúst – tengill á vefsíðu mótsins
U18 stúlkur B-deild Rúmenía Ploiesti 2. -11. ágúst – tengill á vefsíðu mótsins
U16 drengir B-deild Norður-Makedónía Skopje 8. -17. ágúst – tengill á vefsíðu mótsins
U16 stúlkur B-deild Tyrkland Konya 15. – 24.ágúst – tengill á vefsíðu mótsins