
1 júl. 2024
Sögulegur sigur í Svíþjóð hjá U20 karla landsliði Íslands. Ísland varð í dag í fyrsta skipti í sögunni Norðurlandameistari undir 20 ára karla eftir sigur gegn Finnlandi í úrslitaleik í Södertalje í Svíþjóð, 85-79.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 40 stig og 6 fráköst. Næstur var Leó Curtis með 14 stig og 6 fráköst.