1 júl. 2024

Núna þegar bæði U20 liðin okkar hafa lokið keppni á NM þá hefst núna í dag NM U18 drengja og stúlkna þegar bæði lið mæta Eistlandi.  Eins og hjá U20 liðunum fer mótið fram í Södertalje í Svíþjóð, síðasti leikur mótsins verður leikinn á laugardaginn næsta 6. júlí.

Allt um mótið má finna á þessari slóð https://nordicchampionship.cups.nu/en/start, þar er hægt  að fylgjast með mótinu í lifandi tölfræði sem og hægt er að kaupa streymissáskrift að öllum leikjum beint á netinu. Fulltrúi frá karfan.is mun fylgja liðunum á eftir á mótinu og flytja fréttir af mótinu. Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ.

 

Dagskrá U18 drengja og stúlkna á NM : (ísl. tímar)

1. júlí kl.13:45 ÍSLAND-Eistland ( stúlkur )

1. júlí kl.16:00 ÍSLAND-Eistland ( drengir )

2. júlí kl.13:45 ÍSLAND-Danmörk ( stúlkur )

2. júlí kl.16:00 ÍSLAND-Danmörk ( drengir )

3. júlí kl.17:15 ÍSLAND-Svíþjóð ( drengir )

4.júlí kl.17:15 ÍSLAND-Svíþjóð ( stúlkur )

 

5.og 6. júlí verður spilað um sæti

 

U18 drengja er þannig skipað:

Arnór Tristan Helgason - Grindavík

Ásmundur Múli Ármansson - Stjarnan

Birgir Leó Halldórsson - Sindri

Birkir Hrafn Eyþórsson - Selfoss

Frosti Valgarðsson - Haukar

Kristófer Breki Björgvinsson - Haukar

Lars Erik Bragason - KR

Lúkas Aron Stefánsson - ÍR

Magnús Dagur Svansson - ÍR

Stefán Orri Davíðsson - ÍR

Thor Grissom - Colony High School, USA

Viktor Jónas Lúðvíksson - Münster, Þýskaland

 

Þjálfari: Lárus Jónsson

Aðstoðarþjálfarar: Ísak Máni Wium og Friðrik Hrafn Jóhannsson

 

U18 stúlkna er þannig skipað

Anna Margrét Hermannsdóttir - KR

Anna María Magnúsdóttir - KR

Bára Björk Óladóttir - Stjarnan

Elísabet Ólafsdóttir - Stjarnan

Fanney María Freysdóttir - Stjarnan

Fjóla Gerður Gunnarsdóttir - KR

Gréta Björg Melsted - Aþena

Hanna Gróa Halldórsdóttir - Keflavík

Heiðrún Hlynsdóttir - Stjarnan

Jóhanna Ýr Ágústsdóttir - Þór Þorlákshöfn

Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan

Ólöf María Bergvinsdóttir – Grindavík  

 

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson

Aðstoðarþjálfarar: Auður Íris Ólafsdóttir og Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir

 

Aðrir í fararteyminu eru:

Dómaraleiðbeinandi: Sigmundur Már Herbertsson

Dómari: Davíð Tómas Tómasson

Dómari: Sigurbaldur Frímannsson

Dómari: Bjarni Rúnar Lárusson

Sjúkraþjálfari: Andri Páll Ásgeirsson

Sjúkraþjálfari: Lúðvík Már Matthíasson

Karfan.is: Davíð Eldur Baldursson