25 jún. 2024Nú um helgina var haldið endurmenntunarnámskeið alþjóðlegra dómaraleiðbeinenda hjá FIBA í Porto í Portúgal. Ísland átti þar tvo fulltrúa, þá Kristin Óskarsson og Aðalstein Hjartarson. Það er mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta að eiga fulltrúa á svona námskeiði þar sem farið er yfir allt það nýjasta í dómgæslufræðum og áherslum FIBA hverju sinni. Þeir Kristinn og Aðalsteinn munu svo sjá til þess að þessum fróðleik verði miðlað áfram til íslenskra dómara.
Kristinn og Aðalsteinn á FIBA námskeiði
25 jún. 2024Nú um helgina var haldið endurmenntunarnámskeið alþjóðlegra dómaraleiðbeinenda hjá FIBA í Porto í Portúgal. Ísland átti þar tvo fulltrúa, þá Kristin Óskarsson og Aðalstein Hjartarson. Það er mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta að eiga fulltrúa á svona námskeiði þar sem farið er yfir allt það nýjasta í dómgæslufræðum og áherslum FIBA hverju sinni. Þeir Kristinn og Aðalsteinn munu svo sjá til þess að þessum fróðleik verði miðlað áfram til íslenskra dómara.