24 maí 2024

Afturelding varð Íslandsmeistari í 9. flokki drengja 22.maí síðastliðinn með sigri á KR. Afturelding unnu fyrsta leikinn á Meistaravöllum en KR sigraði síðan síðari leikinn sem fór fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þannig að knúa þurfti fram oddaleik sem fór fram á Meistaravöllum. Leikurinn fór 51-66 Aftureldingu í vil. Þjálfari liðsins er Sævaldur Bjarnason.

Dilanas Sketrys var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 13,7 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Um er að ræða sögulegan atburð þar sem Afturelding fagnar Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn í körfuknattleik.

Til hamingju Afturelding!