7 maí 2024

Snæfell varð meistari 3. deildar 10. flokks drengja með sigri á Laugdælum/Hrunamönnum í jöfnum leik í Dalhúsum í Grafarvogi.

Hjörtur Jóhann Sigurðarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 40 stigum, 8 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Til hamingju Snæfell!