.png)
22 apr. 2024
Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1A, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum.
Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.
KKÍ 1A | 31. maí-2. júní
KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Farið er yfir kennslufræði og nálgun á þjálfun barna með það að markmiði að þau haldi áfram og læri leikinn. Á námskeiðinu þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ, en fyrirkomulag þess verður kynnt frekar við upphaf námskeiðsins.
Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 30.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 9. maí, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 43.000 kr.
Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.
KKÍ 2
Reynt verður að halda KKÍ 2 námskeið í lok ágúst eða byrjun september.