8 apr. 2024Valur og Keflavík eru Subway deildarmeistarar tímabilið 2023-2024, en nýverið fengu Keflavíkur konur sinn bikar afhendann eftir 14 sigra og 2 töp á tímabilinu. Valur varð deildarmeistari karla megin með 18 sigra og 4 töp og fékk sinn deildarmeistaratitil afhendan í lokaumferð deildarinnar í síðustu viku.
KKÍ óskar félögunum til hamingju með titlana.
Framundan er síðan úrslitakeppni Subway deilda og hefst keppni kvenna í kvöld og á morgun, 8.-9. apríl, og karla dagana 10-11. apríl.