8 apr. 2024
Næstu helgi fer fram 3x3 vormót í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Mótið er ætlað fyrir árganga 2007-2012, en fyrirhugað er að keppa í hverjum árgangi drengja og stúlkna svo framarlega sem skráning verður næg. Lið mega mæta kynjablönduð til leiks og hvert lið má samanstanda af leikmönnum úr fleira en einu félagi. Reynt verður að klára mótið á laugardag, en verði skráning það mikil að það gangi ekki verður einnig leikið á sunnudag í stöku aldursflokkum. Enginn aldursflokkur leikur þó bæði á laugardag og sunnudag. Skráningarfrestur hefur verið lengdur um einn dag og lokast annað kvöld, þriðjudaginn 9. apríl. Frekari upplýsingar um mótið má sjá hérna.