7 mar. 2024
Körfuknattleikssamband Íslands leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni til starfa á skrifstofu sambandsins. Starf á skrifstofu KKÍ er afar fjölbreytt enda starfsemi KKÍ viðamikil og hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna hverju sinni.
Verkefni sem starfsmaður mun sinna eru af ýmsum toga og eru meðal annars: Mótamál, dómaramál, fræðslumál, félagaskipti, afreks- og landsliðsmál sem og annað sem tilfellur hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Æskilegt er að viðkomandi sé með menntun sem nýtist í starfi.
· Þekking og reynsla úr starfi innan körfuknattleikshreyfingarinnar er kostur.
· Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.
· Góð hæfni í að vinna með öðrum í teymi.
· Frumkvæði.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð íslensku- og enskukunnátta.
Hægt er að sækja um starfið hérna á Alfred.is
Frekari upplýsingar gefur Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ hannes.jonsson@kki.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2024.