9 feb. 2024Leik Þróttar V. og KR í 1. deild karla hefur verið frestað í kvöld vegna þeirra eldhræringa sem eiga sér stað á Reykjanesskaga. Eins og vitað er fór heitavatnslögnin til Suðurnesjabæjar undir hraun í gær og því er heitavatnslaust í bænum. Íþróttahús í Suðurnesjabæ eru því lokuð og ekki hæf til notkunar við núverandi aðstæður. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.