6 feb. 2024FIBA Europe mun draga í dag í alla riðla EM móta sumarsins hjá U16, U18 og U20 liðum drengja og stúlkna. Ísland á lið í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna í sumar.

Alls taka 244 lið þátt frá 47 löndum í mótunum 16. Keppt er í A, B og C riðlum í þessum þrem aldursflokkum með 128 drengja liðum og 116 stúlkna liðum.

Íslensku liðin á EM:
U20 karla leikur í A-deild í ár líkt og í fyrra og öll önnur lið Íslands eru í B-deildum í sínum aldursflokkum. Hægt er að sjá dagsetningar móta íslensku liðana hérna á kki.is.

Frétt FIBA Europe

Beint streymi á dráttinn