6 feb. 2024

Dregið var rétt í þessu í riðlakeppni EuroBasket yngri liða fyrir sumarið hjá U16, U18 og U20 liðunum. Búið er að nafnabreyta mótunum úr FIBA European Championship í og heita þau nú FIBA Youth EuroBasket.

Ísland á lið í öllum mótunum og verða í eftirfarandi riðlum en þau leika í B-deild nema U20 karla sem eru eina liðið í sumar sem leikur í A-deild, en þar eru eingöngu 16 bestu þjóðirnar ár hvert.


U20 karla (16 lið) · A-deild
13.–21. júlí · Gdynia, Pólland

D-riðill:
Litháen
Svartfjallaland
Slóvenía
ÍSLAND

U20 kvenna (15 lið) · B-deild
6.–14. júlí · Sofia, Búlgaría

B-riðill:
Búlgaría
ÍSLAND
Úkraína
Austurríki

- - - - - - - - 

U18 drengja (22 lið) · B-deild
26. júlí–4. ágúst · Skopje, Makedóníu

B-riðill:
Pólland
ÍSLAND
Eistland
Ungverjaland
Sviss
Kosovó

U18 stúlkna (18 lið) · B-deild
2.–11. ágúst · Ploiesti, Rúmenía

C-riðill:
Tékkland
Slóvakía
ÍSLAND
Austurríki

- - - - - - - - 

U16 drengja (22 lið) · B-deild
8.–17. ágúst · Skopje, Makedóníu

B-riðill:
Svartfjallaland
Tékkland
Holland
ÍSLAND
Lúxemborg
Kýpur


U16 stúlkna (20 lið) · B-deild
15.–24. ágúst · Konya, Tyrkland

C-riðill:
Litháen
Bretland
ÍSLAND
Bosnía
Eistland


#korfubolti