1 feb. 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 22/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Chancellor Calhoun-Hunter, leikmaður Hrunamanna, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna gegn Skallagrím, sem fram fór þann 26 janúar 2024.

Agamál 23/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðmundur Jón Hannibalsson, leikmaður Breiðabliks, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Aftueldingar gegn Breiðablik b í 10 flokki drengja, sem fram fór þann 27 janúar 2024.

 

Agamál 24/2023-2024

Með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 13. gr., reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Alexander Jan Hrafnsson,leikmaður Breiðabliks, sæta eins leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks B og Hattar sem fram fór í 12. flokki karla þann 28. janúar 2024.

Agamál 25/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ísidór Sölvi Sveinþórsson, leikmaður Tindastóls, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls gegn ÍA í 9 flokki drengja, sem fram fór þann 27 janúar 2024.

Agamál 26/2023-2024

Með vísan til ákvæðis n-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ragnar Nathanaelsson, hljóta áminningu vegna ummæla er birtust á upptöku í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport 5. janúar sl.  Körfuknattleiksdeild Hamars skal greiða sekt að fjárhæð kr. 20.000 vegna sömu ummæla.

úrskurð má lesa í heild sinni hér