26 jan. 2024Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar.
Sigmundur dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í Keflavík í desember 1995 og hefur dæmt í efstu deild síðan og er þetta því 29. tímabilið sem hann er í efstu deild. Meðdómari í fyrsta leiknum var Kristján Möller.
Sigmundur er aðeins annar dómarinn í sögunni til að ná þessum leikjafjölda en Kristinn Óskarsson náði því í febrúar 2021.
Þess má til gamans geta að sá leikmaður sem leikið hefur flesta leik í efstu deild er Marel Guðlaugsson með 416 leik, nærri helmingi færri en dómararnir eru að dæma.
KKÍ óskar Sigmundi til hamingju með áfangann.