5 jan. 2024Í gærkvöld fór fram kjör og verðlaunahátíð á Íþróttamanni ársins, þjálfara ársins og liði ársins 2023 sem haldin var hátíðleg á Hótel Nordica.
Elvar Már Friðriksson endaði í 6. sæti í kjörinu á lista yfir íþróttamenn á topp 10 listanum, Pavel Ermolinskij varð í 3. sæti í kjörinu um þjálfara ársins og lið Tindastóls varð einnig í 3. sæti í kjörinu um lið árins. Um leið og við óskum sigurvegurum til hamingju þá óskum við okkar fólki innilega til hamingju með sinn árangur.
Það voru þau Friðrik Pétur Ragnarsson faðir Elvars Más og Inga Fríða Guðbjörnsdóttir móðir Söru Rúnar sem tóku við viðurkenningum fyrir þeirra hönd vegna kjörs á Körfuknattleiksfólki ársins.
Hægt er að lesa um sögu körfuknattleiksmanna í kjöri íþróttamanns ársins á kki.is