4 jan. 2024Kjör samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ á Íþróttamanni ársins fer fram í kvöld 4. janúar og verður hófið í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:35.
Áður en útsending hefst verður fyrri hluti hófsins þar sem íþróttamenn ársins hjá hverju sambandi fá sínar viðurkenningar en það voru þau Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson sem voru Körfuknattleiksfólk ársins 2023. Sýnt verður frá seinni hlutanum en þá er kjörið á topp 10 kunngjört og á íþróttamanni ársins, en einnig eru veitt verðlaun til lið ársins og þjálfara ársins.
Í flokki körfuknattleiks eru leikmaður, lið og þjálfari meðal þeirra sem valið stendur um:
Meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð:
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Meðal þriggja efstu í kjörinu um lið ársins:
Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta
Meðal þriggja efstu í kjörinu um þjálfara ársins:
Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta