4 jan. 2024Birgir Örn Hjörvarsson, körfuknattleiksdómari, hélt út milli jóla og nýárs til Kortrijk í Belgíu á vegum KKÍ, þar sem FIBA var með námskeið fyrir „Potential National Referees“. Þar dæmdu þátttakendur á U19 X-Mastournament mótinu sem þar fór fram og væntanleg dómaraefni í gegnum ýmsa þjálfun og fræðslu auk þess að dæma leiki á mótinu.
Þátttakendur voru tilnefndir hver frá sínu landi, en eingöngu voru alls 24 þátttakendur samþykktir á námskeiðið, og var Birgir Örn einn þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með Birgi Erni í framhaldinu en hann á möguleika á að verða fullgildur FIBA dómari á næstu árum.