17 des. 2023Um helgina hafa farið fram landsliðsæfingar yngri landsliða Íslands en um er að ræða fyrstu æfingahópa í U15, U16, U18 og U20 landsliðum drengja og stúlkna fyrir sumarið 2024. Landsliðsþjálfarar liðanna boðuðu sína fyrstu hópa til æfinga og hafa þau æft annaðhvort frá föstudegi eða laugardegi en hvert lið æfir þrisvar sinnum
Það voru 332 einstaklingar sem voru boðaðir til æfinga frá 27 íþróttafélögum af öllum landinu og erlendum félögum. Ljóst er að framtíðin er björt í íslenskum körfubolta með alla þá hæfileikaríku einstaklinga sem hafa verið valin og þá aðila sem er leggja hart að sér alla daga við að æfa íþróttina sem við öll elskum.
Auk þessu fóru yngri hóparnir þrír í HR-mælingar að venju og öllum var boðið á fræðslufyrirlestur á föstudaginn samhliða æfingunum um helgina. Þá var foreldrum einnig boðið á fræðslufund fyrir foreldra um landsliðsstarfið og verkefnin framundan hjá hverju landsliði næsta sumar.
Næsta skref verður svo að boða næstu æfingahópa til æfinga um miðjan febrúar en að henni lokinn verða síðan lokahóparnir valdir endanlega fyrir næsta sumar.
Hægt er að sjá allar upplýsingar um verkefni liðanna og æfingar þeirra hérna:
kki.is/landslid/yngri-landslid/yngri-landslid-2024/
Áfram íslenskur körfubolti.