13 des. 2023

Þeir félagar, Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður, verða með flott verkefni fyrir FIBA á næstu dögum. Um er að ræða leiki í 32-liða úrslitum EuroCup Women en sigurvegarar leikjanna fara áfram í 16-liða úrslitin.

Fyrst verður Davíð Tómas með leik í annað kvöld 14. desember þar sem hann verður aðaldómari leiksins en það er leikur í milli Kangoeroes Basket Mechelen frá Belgíu og Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni, en leikið er í Mechelen í Belgíu. Meðdómarar hans koma frá Frakklandi og Írlandi og eftirlitsmaðurinn frá Danmörku.

Davíð Tómas og Rúnar Birgir verða svo saman á ný líkt og nýverið með leik saman þann 21. desember þegar þeir fara til East Kilbride rétt fyrir utan Glasgow í Skotlandi og verða á leik Caledonia Gladiators og NKA Universitas PEAC frá Ungverjalandi. Með þeim verður aðaldómarinn frá Grikklandi og meðdómari hans og Davíðs kemur frá Lettlandi. 

KKÍ óskar þeim félögum Rúnari Birgi og Davíð Tómasi góðs gengis í sínum störfum.

Hægt verður að horfa á báða leikina í beinu opnu streymi á Youtube á heimasíðu keppninnar:

14. des. · kl. 19:00 · Davíð Tómas dómari
www.fiba.basketball/eurocupwomen/23-24/game/1412/Kangoeroes-Mechelen-Lointek-Gernika-Bizkaia

21. des. · 19:30 · Davíð Tómas dómari og Rúnar Birgir eftirlitsmaður
www.fiba.basketball/eurocupwomen/23-24/game/2112/Caledonia-Gladiators-NKA-Universitas-Pecs


Heimasíða keppninnar:
www.fiba.basketball/eurocupwomen/23-24