21 nóv. 2023Í kvöld og á morgun eru íslenskir FIBA dómarar og eftirlitsmenn áfram í eldlínunni og verða með þrjú verkefni á dagskránni.

Jón Bender, eftirlitsmaður FIBA, verður í Copper Box Arena í London í kvöld kl. 19:00 og stýrir leik London Lions Group Limited gegn Mithra Castors Braine frá Belgíu í EuroCup Women. Dómarar í leiknum eru frá Noregi, Frakklandi og Ungverjalandi. Leikurinn hefst kl. 19:00.

Á morgun miðvikudag kl. 19:00 verður Davíð Tómas Tómasson FIBA dómari í Póllandi að dæma leik Anwil Wloclawek gegn ABC CSU Sibiu frá Rúmeníu í FIBA Europe Cup karla. Auk Davíðs Tómasar koma dómarar leiksins frá Tyrklandi og Þýskalandi og eftirlitsmaðurinn frá Danmörku.

Á sama tíma á morgun er Rúnar Birgir Gíslason FIBA eftirlitsmaður í Svíþjóð með nágrannaslag Norrköping Dolphins gegn Bakken Bears Aarhus í FIBA Europe Cup karla. Jón Bender var nýverið eftirlitsmaður á fyrri leik liðana sem fram fór í Danmörku og þar hafði sænska liðið betur. Dómarar leiksins á morgun eru frá Litháen, Tékklandi og Bretlandi.

Allir leikirnir eru aðgengilegir í beinu opnu streymi á heimasíðum keppnanna:

· London Lions Group Limited gegn Mithra Castors Braine
· Anwil Wloclawek vs ABC CSU Sibiu
· Norrköping Dolphins vs Bakken Bears Aarhus

#korfubolti