6 nóv. 2023Errea á Íslandi og Körfuknattleikssamband Íslands - KKÍ hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu 6 ára, samningur þess efnis var undirritaður nýverið í höfuðstöðvum Errea.

Í tilefni nýs samnings hefur verið hönnuð ný fatalína fyrir landsliðin sem innblásin er af íslenskri náttúru og formum. Sú vinna hefur staðið undanfarna mánuði og tekur til alls fatnaðar sem landsliðin nota. Errea og KKÍ hafa starfað saman síðan 2014 og fagna því 10 ára samstarfs afmæli á næsta ári. Mikil ánægja er meðal samningsaðila og hefur samstarfið reynst farsælt.

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ:
„Það er virklega gaman að geta kynnt núna nýja búninginn okkar og þessa fatalínu sem einnig er útbúin sérstaklega fyrir landsliðin okkar, vinna sem þessi tekur alltaf töluverðan tíma þannig að við höfum verið töluvert spennt að komast út á parketið í nýjum búning og tengdum fatnaði. Það hefur einnig verið áhugavert að vinna að þessu með Errea hér á Íslandi og í höfuðstöðvum Errea í Parma á Ítalíu. Það sem er extra skemmtilegt núna er að það er ekki eingöngu landsliðsbúningurinn sem er sérhannaður fyrir KKÍ og landsliðin heldur einnig úrval af öðrum fatnaði sem er sérstaklega framleitt fyrir íslenskan körfubolta, það er landsliðin okkar og körfuboltaáhugafólk.“

Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi:
„Við erum afar stolt af því að styðja áfram vegferð karla og kvennalandsliða okkar í körfuknattleik ásamt stuðningi við yngri landsliðin. Nýja fatalínan sem unnin var af starfsfólki Errea og KKÍ í sameiningu hérlendis og erlendis með hönnuðum Errea í þeim tilgangi að uppfylla þarfir okkar besta íþróttafólks.“

Fyrsti leikur í nýjum búningum verður þann 9. nóvember næstkomandi þegar kvennalandsliðið mætir Rúmeníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Fyrsti heimaleikur verður þann 12. nóvember í Ólafssal. Báðir leikir verða sýndir beint á RÚV/RÚV2.

Errea hefur starfað á Íslandi í tæpa þrjá áratugi og hefur stutt við bakið á fjölda íþróttafélaga og landsliða þvert á íþróttagreinar.

Allan KKÍ fatnað er hægt að kaupa í verslun Errea á Íslandi, Bæjarlind 14,
og í vefverslun, www.errea.is


Ljósmyndir: Hulda Margrét
https://huldamargret.is 
http://instagram.com/huldamargretphotography