23 okt. 2023
Núna um helgina voru krýndir fyrstu Íslandsmeistarar yngri flokka í 3x3, en þá var leikið í U15 ára flokki drengja og stúlkna og U16 ára flokki drengja. Að þessu sinni var það Stjarnan 08 sem sigraði U16 flokk drengja, Pink U15 flokk stúlkna og Certified Loverboys sem sigraði U15 flokk drengja.
Mótið sjálft var í umsjón Selfyssinga og heppnaðist vel. Næsta 3x3 mót verður haldið í umsjón Stjörnunnar í Garðabæ helgina 12.-14. apríl 2024.
U15 drengir
Í flokki U15 drengja léku alls 6 lið. Að þessu sinni voru það strákarnir í Certified Loverboys sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitaleik.
U15 stúlkur
Í flokki U15 stúlkna léku alls 5 lið. Að þessu sinni voru það stúlkurnar í Pink sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitaleik.
U16 drengir
Í flokki U16 drengja léku alls 4 lið. Að þessu sinni voru það drengirnir í Stjarnan 08 sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitaleik.
Næsta mót
Eins og áður segir verður næsta mót haldið í Garðabænum í apríl 2024, en það verður auglýst betur þegar nær dregur. Stefnt er að því að bjóða upp á keppni í fleiri aldursflokkum á því móti.