4 okt. 2023
Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í dag. Það er mikið ánægjuefni að VÍS skuli áfram vera bakhjarl bikarkeppni KKÍ, en samstarfið hefur gengið frábærlega með þessum öflugu styrktaraðilum VÍS bikarsins.
VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars.
Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00 miðvikudaginn 25. október á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
VÍS BIKAR KARLA
Alls eru 25 lið skráð til leiks og því var dregið í níu viðureignir. Leikið verður dagana 22.-23. október (sunnudagur/mánudagur).
KR b – Ármann
Fjölnir – ÍA
Skallagrímur – Álftanes
Stjarnan – Þór Þ.
Þór Ak. – Haukar
ÍR - Tindastóll
Vestri – Valur
Snæfell – Höttur
Njarðvík – Keflavík
Breiðablik, Grindavík, Hamar, KR, KV, Selfoss og Þróttur V. sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.
VÍS BIKAR KVENNA
Alls eru 17 lið skráð til leiks og því var dregið í eina viðureign. Leika verður dagana 21.-22. október (laugardagur/sunnudagur).
KR – Njarðvík
Ármann, Aþena, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.