4 sep. 2023
Nú er ljóst hvaða átta lið keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla 2023. Úrslitin hefjast á morgun þriðjudaginn 5. september með tveim leikjum og svo seinni tveir leikirnir daginn eftir miðvikudaginn 6. september.
Áhugavert er að sjá sex evrópsk lið í úrslitunum sem sýnir styrkleika evrópska körfuboltans á heimsvísu.
RÚV mun sýna alla leikina sem eftir eru í keppninni beint en það er +8 klst. tímamismunur til Asíu og því leikirnir snemma dags hjá okkur á Íslandi.
Þri · 5. september
Litháen - Serbía · kl. 08:45
Ítalía - Bandaríkin · kl. 12:40
Mið · 6. september
Þýskaland - Lettland · kl. 08:45
Kanada - Slóvenía · kl. 12:30
Sigurvegarar fyrri leikja hvors dags mætast svo í undanúrslitunum og tapliðin leika um sæti, en til mikils er að vinna fyrir utan Heimsmeistaratitilsins sjálfs, en fyrir evrópsku liðin sex sem eru í átta liða úrslitunum þá munu tvö þeirra vinna sér sæti beint á ÓL2024 í París og hin liðin leika þá áfram í annarri umferð undankeppni ÓL sem fer fram næsta sumar. Frakkland er svo nú þegar að auki komið á Ólympíuleikana sem gestgjafar.
Bandaríkin og Kanada eru búin að tryggja sér sæti á ÓL2024 óháð gengi sínu í úrslitunum fyrir hönd FIBA Americas sem fær tvö sæti og sömu sögu er að segja af liðunum frá Asíu og Afríku auk Eyjaálfu en þaðan er eitt sæti á álfu sem fer beint og það eru landslið Japans, Ástralíu og Suður-Súdan sem náðu lengst í keppninni og eru kominn á leikana þar sem engin lið frá þessum álfum eru eftir í 8-liða úrslitunum, þá hafa þau tryggt sér sín sæti.
FIBA: Road to Paris 2024