17 ágú. 2023
KKÍ mun standa fyrir æfingum í U14 æfingahópum líkt og síðastliðin ár. Æfingar með U14 hópnum er undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga í lok ársins fyrir verkefni sumarið 2024. Í æfingahópnum er það yfirþjálfari ásamt reyndum gestaþjálfurum KKÍ sem stjórna ýmsum tækniæfingum og kynna helstu áherslur fyrir komandi yngri landslið.
 
Það er Borche Ilievski sem er yfirþjálfari U14 æfingahóps drengja og Andrea Björt Ólafsdóttir sem er yfirþjálfari U14 æfingahóps stúlkna í sumar.

Allar nánari upplýsingar má finna á: www.kki.is/u14 og í Sportabler-appinu hjá foreldrum boðaðra leikmanna.
Að þessu sinni eru leikmenn sem fæddir eru árið 2009 boðaðir til æfinga. U14 æfingabúðirnar verða haldnar á þrem helgum í sumar og fór fyrsta helgin fram í byrjun júní. Æft verður tvisvar hvorn dag en hver helgi er haldin á nýjum æfingastað. 
 
Æfinahelgi tvö verður haldin í íþróttahúsinu í Grindavík 19.-20. ágúst og þriðja helgin sem fram fer 26.-27. ágúst í Dalhúsum í Grafarvogi.
 
Dagskráin er eftirfarandi í ágúst:
 
Drengir: 
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
19.-20. ágúst:
Drengir · æfingahelgi 2  ·  Grindavík
Laugardagur 19. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00
Sunnudagur  20. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00

26.-27. ágúst:
Drengir · æfingahelgi 3  ·  Dalhúsum, Grafarvogi
Laugardagur 26. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00
Sunnudagur  27. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00


Stúlkur:
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
19.-20. ágúst:
Stúlkur · æfingahelgi 2  ·  Grindavík
Laugardagur 13. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00
Sunnudagur  14. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00

26.-27. ágúst:
Stúlkur · æfingahelgi 3  ·  Dalhúsum, Grafarvogi
Laugardagur 13. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00
Sunnudagur  14. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00