30 júl. 2023Það er ekki bara nóg um að vera hjá landsliðum og þjálfurum yngri liða KKÍ sumarið 2023 heldur eru íslenskir dómarar og eftirlitsmenn að störfum fyrir FIBA og KKÍ á mörgum sumarmótum FIBA.
Alls munu íslensku landslið KKÍ (U15, U16, U18, U20 og landslið karla og kvenna leika rétt rúmlega 100 landsleiki sumarið 2023.
Þeir dómarar sem hafa verkefni í sumar á vegum FIBA eru þeir Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson dómarar sem dæma á Evrópumótum sumarsins. Davíð Tómas hefur lokið einu af þrem mótum sumarsins, í A-deild karla og er um þessar mundir á einu móti, U18 drengja B-deild og mun halda svo á U16 mót drengja í B-deild og Jóhannes Páll heldur út með U16 liði stúlkna í B-deild í byrjun ágúst.
· EM U20 karla - Davíð Tómas Tómasson
· EM U18 drengja - Davíð Tómas Tómasson
· EM U16 drengja - Davíð Tómas Tómasson
· EM U16 stúlkna - Jóhannes Páll Friðriksson
Á EM U18 stúlkna og U20 kvenna raðaði FIBA öðrum evrópskum dómurum fyrir Íslands hönd í þau verkefni.
U20 kvenna · A-deild
Eftirlitsmaðurinn Rúnar Birgir Gíslason eru með stórt verkefni síðan um þessar mundir, en Rúnar Birgir er yfir-eftirlitsmaður og umsjónarmaður alls mótsins (Commissioner's Crew Chief) í A-deild kvenna í Litháen sem stendur yfir 29.-6. ágúst þar sem hann hefur yfirumsjón með eftirlitsmönnum leikja mótsins og dómurum og öðru við umgjörð og framkvæmd mótsins sem er mikil viðurkenning fyrir hans störf í faginu fyrir FIBA.
Þá dæmdu eftirfarandi dómarar á NM-mótum í upphafi sumars og dómara leiðbeinendur fyrir Ísland á þeim voru:
NM U18 kvenna
Einar Valur Gunnarsson dómari
Jón Bender dómaraleiðbeinandi
NM U18 drengja og U20 liða karla og kvenna
Birgir Örn Hjörvarsson dómari
Bergur Daði Ágústsson dómari
Stefán Kristinsson dómari
Sigurbaldur Frímannsson dómari
Jón Þór Eyþórsson dómari
Kristinn Óskarsson dómaraleiðbeinandi
NM U16 liða drengja og stúlkna
Ingi Björn Jónsson dómari
Daníel Steingrímsson dómari
Anton Elí Einarsson dómari
Aðalsteinn Hjartarson · Yfir-dómaraleiðbeinandi og umsjónarmaður dómarafræðslu