26 júl. 2023Næsta yngra landslið KKÍ sem heldur á Evrópumót FIBA 2023 er U20 ára landslið kvenna, en þær eru að ferðast í dag miðvikudag til Craiova í Rúmeníu þar sem þær munu dvelja og keppa á EM. Mótið þeirra hefst á föstudaginn en keppnin stendur yfir frá 28. júlí - 6. ágúst.
Ísland leikur í riðli með Austurríki, Búlgaríu, Slóvakíu og Noregi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-17.
Liðið hefur leik gegn Austurríki á föstudaginn kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U20 Women's
www.fiba.basketball/europe/u20bwomen/2023
Íslenska U20 landslið kvenna er skipaði eftirtöldum leikmönnum:
Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Emma Theódórsson · Bucknell, USA
Emma Hrönn Hákonardóttir · Þór Þorlákshöfn
Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Vilborg Jónsdóttir · Minot State, USA
Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfarar: Hallgrímur Brynjólfsson og Benedikt Guðmundsson
#korfubolti