20 júl. 2023Æfingahópur landsliðs karla hefur verið kallaður saman og æft síðustu þrjá daga saman undir handleiðslu aðstoðarþjálfara liðsins, en æfingar halda áfram á morgun föstudag þegar Craig Pedersen mætir til landsins og formlegur undirbúningur hefst fyrir verkefni sumarsins. Æft verður í stórum hópi fyrstu tvo dagana en eftir það mun hópurinn vera minnkaður niður í lokahóp sem heldur áfram æfingum.
Verkefni sumarsins verða æfingaferð til Ungverjalands í lok júlí þar sem leikið verður gegn heimamönnum og Ísrael vináttulandsleiki og svo heldur liðið 10. ágúst á FIBA Olympic Pre-Qualifiers mótið í Tyrklandi sem er fyrsta umferð að undankeppni ÓL 2024 fyrir Evrópuliðin. Í riðli með Íslandi verða heimamenn Tyrklandi, Úkraína og Búlgaría. Efstu tvö liðin fara í úrslit þar sem er útsláttaryfirkomulag. Sigurvegari úrslitakeppninnar tryggir sér sæti í seinni umferð undankeppninnar þar sem sigurvegarar annara álfuhluta koma inn auk liða sem taka þátt í HM-keppninni í haust.
Aðstoðarþjálfarar:
Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur látið af störfum sem einn aðstoðarþjálfari liðsins en í hans stað var fenginn fyrrum landsliðsmaðurinn og þjálfari Tindastóls Pavel Ermolinskij, til að leysa hann af hólmi. KKÍ þakkar Hjalta Þór kærlega fyrir sín störf á undanförnum árum og hans framlagi í velgengi liðsins. Pavel og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari hjá Ulm í Þýskalandi eru því aðstoðarmenn Craigs með landsliðið.
Æfingahópurinn:
Landsliðshópurinn sem hefur komið saman sl. daga til að hefja æfingar og heldur áfram fyrst um sinn áður hann verður minnkaður í lokahóp er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
(Athugið að leikmenn eru skráðir í þau félög sem þeir eru skráðir hjá KKÍ í dag)
Nafn · Lið · Landsleikir
Almar Orri Atlason · Bradley University, USA · Nýliði
Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65
Hilmar Pétursson · Munster, Þýskalandi · 4
Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 9
Hjálmar Stefánsson · Valur · 21
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 25
Kári Jónsson · Valur · 32
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 26
Martin Hermannsson · Valencia, Spánn · 73
Ólafur Björn Gunnlaugsson · Black Hill State University, USA · Nýliði
Orri Gunnarsson · Haukar · Nýliði
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 11
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 60
Róbert Sean Birmingham · Njarðvík · Nýliði
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 28
Sigurður Pétursson · Breiðablik · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 9
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 58
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 22
Þorvaldur Orri Árnason · KR · 1
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 80
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.
Þeir sem gátu ekki tekið þatt í verkefni sumarsins að þessu sinni voru þeir Kristófer Acox, Val og Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, sem eru meiddir og þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, Ólafur Ólafsson, Grindavik og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastól sem gáfu ekki kost á sér að þessu sinni af öðrum ástæðum.