18 júl. 2023
KKÍ þjálfari 3 er kennt í staðnámi dagana 18.-19. ágúst 2023. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Chris Fleming frá Chicago Bulls, en hann hefur þjálfað í NBA frá 2015, en auk þess hefur hann þjálfað þýska landsliðið og í efstu deild í Þýskalandi. Fleming var mjög sigursæll í efstu deild í Þýskalandi, þar sem hann varð bikarmeistari fjórum sinnum og vann þýsku deildina fjórum sinnum. Auk Chris Fleming munu íslenskir fyrirlesarar deila sinni þekkingu og reynslu. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. ágúst og laugardaginn 19. ágúst.
Námskeiðið telst sem KKÍ 3A hjá þeim þjálfurum sem eiga það ólokið og KKÍ 3B hjá þeim sem eiga það ólokið. Þeir þjálfarar sem hafa lokið KKÍ 3A og 3B geta nýtt þetta námskeið sem endurmenntun.
Fullt námskeiðsgjald er kr. 70.000, en kr. 55.000 ef gengið er frá skráningu og greiðslu eigi síðar en mánudaginn 7. ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Snorri Örn Arnaldsson á snorri@kki.is.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hérna.